Gel Doc XR+ System frá Bio-Rad

Matís festi nýlega kaup á  Gel Doc XR+ System frá Bio-Rad.

Tækið getur tekið myndir af  bæði DNA  lituðu með Ethidium Bromide eða SYBRSafe og Protein lituðu með Coomassie, silfur eða fluorhljómalítarefnum. Tækið er með CCD myndavél og kemur með Image Lab hugbúnaði.

Gel Doc XR+ er partur af Bio-Rad Gel Imaging fjölskyldunni sem inniheldur líka Gel Doc EZ sem er einfaldasta tæki þessarar línu og ChemiDoc sem greinir chemiluminescence á western blot.

Við óskum Matís til hamingju með nýja tækið !