Stjórn

Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður

hreggvidur

Hreggviður útskrifaðist með BA í hagfræði frá Macalester College í St. Paul árið 1987 og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Boston 1993. Hann hefur víðtæka aðþjóðlega stjórnunarreynslu úr ýmsum geirum atvinnulífsins og var formaður Viðskiptaráðs Íslands frá 2012-2016. Hreggviður var forstjóri Veritas og þar áður Vistor frá 2002-2013. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa. Hreggviður hefur setið í stjórnum fjölda félaga.

Þorvaldur Ingvarsson

Ossur_ZP7A5257

Þorvaldur útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1987 og með doktorsgráðu í bæklunarskurðlækningum frá Háskólanum í Lundi árið 2000. Þorvaldur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og hefur víðtæka reynslu af störfum innan heilbrigðisgeirans. Áður starfaði hann sem forstjóri Sjúkrahúss Akureyrar og þar áður sem lækningaforstjóri, og bæklunarskurðlæknir. Þorvaldur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og hefur starfað í mörgum nefndum á vegum hins opinbera.

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Ingibjörg er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistargráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu. Ingibjörg starfar í dag hjá sprotafyrirtækinu Kara connect þar sem unnið er að hönnun hugbúnaðar í fjarskiptatækni sem bætir aðgengi að þjónustu í mennta- velferðar og heilbrigðisgeiranum. Áður starfaði Ingibjörg sem rekstrarstjóri Klíníkurinnar Ármúla þar sem hún kom meðal annars að allri uppbyggingu og þróun. Fyrir þann tíma starfaði hún annars vegar sem deildarstjóri og hins vegar sem sölu- og markaðsstjóri Johnson & Johnson hjá Icepharma. Ingibjörg hefur víðtæka reynslu og þekkingu innan heilbrigðisgeirans bæði hvað varðar einkageirann sem og hið opinbera.